Fegrunartannlækningar

Fegrunartannlækningar og lýsing tanna
Oft er hægt að laga form eða snúning tanna með einföldum aðferðum, oftast er sett hvítt fyllingarefni, t.d. til að loka frekjuskarði eða öðrum bilum.
Stundum þarf þó að gera postulínskrónur.

Lýsing tanna er orðin mjög vinsæl í dag. Algengasta aðferðin er sú að tannlæknirinn tekur mát af tönnunum og smíðar örþunnan góm. Í hann er sett lýsingarefni nokkur kvöld í röð, sumir þurfa 2-3 en aðrir 10 -15, allt eftir litnum sem á tönnunum er. Einnig er hægt að lýsa tennurnar í 1-2 skiptum á stofu.