Tímapantanir

Tímapantanir eru frá 8:15 – 18:00 alla virka daga.

Pöntunarsími:
462-7102 Halldór
462-7108 Sonja Geirsdóttir og Svala Björk Jónsdóttir

Á tannlæknastofunni er lögð áhersla á fyrsta flokks þjónustu í afslöppuðu og þægilegu umhverfi. Okkur er mikilvægt að skjólstæðingum okkar líði sem allra best og eru tannlæknastólarnir okkar útbúnir með flatskjá þar sem fólki gefst kostur á að horfa á afþreygingarefni. Þetta hefur reynst sérstaklega vel með börn og unglinga.
Sérstök áhersla er lögð á fræðslu og forvarnir, og er fólk hvatt til að líta á fræðsluefnið hér á síðunni.
Allt okkar starfsfólk er virkt í endurmenntun og sækir fyrirlestra og námskeið hér heima og erlendis.