Barnatannlækningar

Heimsókn til tannlæknis getur verið bæði fræðandi og skemmtileg.
Í fyrstu heimsókn er mikilvægt að gefa barninu tækifæri til að skoða umhverfið og kynnast þeim áhöldum sem fyrir augun ber. Einnig þarf að kynnast starfsfólkinu, sem leggur áherslu á að vinna traust barnsins. Ef vel er vandað til verður barnið öruggara með sig og framhaldið verður leikur einn.

Við leggjum mikla áherslu á að fyrirbyggja tannskemmdir, við bjóðum upp á að kalla barnið inn í eftirlit og flúorlökkun einu sinni til tvisvar á ári eftir þörfum. Einnig fá bæði foreldrarnir og barnið fræðslu um mataræði og tannhirðu.

Reynslan hefur sýnt að börn sem koma reglulega í eftirlit og flúor fá mun færri tannskemmdir.

Ef eitthvað fer úrskeiðis og tönn skemmist, þá er hægt að gera hlutina þægilegri fyrir barnið með ýmsum hætti.
Fátt vekur eins mikla lukku og að geta horft á teiknimyndir við þessar aðstæður, þá gleymist oft bæði staður og stund.